Kynningarefni

   Akureyri og norðrið fagra Höf. Stefán Vilhjálmsson Eyjafjörður er fagur, lokkar fjöllin til sín. Gróðri vafinn er bærinn, aldrei vellíðan

Kynningarefni

  

Akureyri og norðrið fagra

Höf. Stefán Vilhjálmsson

Eyjafjörður er fagur,
lokkar fjöllin til sín.
Gróðri vafinn er bærinn,
aldrei vellíðan dvín.
Okkur minnir á perlu
sem hér merlar og skín.
Milli heiðar og Súlna,
þar er heimabyggð mín.

 

Gamli bærinn í Fjöru
neðan brekkunnar er,
efra garðurinn græni,
glóir blómknappur hver.
Sér í Kaldbak í norðri,
hvíta kórónu ber.
Milli algrænna sveita
hérna uni ég mér.
Hér er Pollurinn logntær
prúðum vordegi á,
en á óveðursstundum
býsna úfinn að sjá.
Og í aftöku frostum
ísilagður er þá,
svo á ganghröðum skautum
þarna gamna sér má. 

 Myndbandið hér að neðan vart gert af N4 fyrir Arctic Services 

 

 

 

Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.