Um AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar er byggðasamlag sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð. AFE er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á

Um Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE)

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar er byggðasamlag sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð. AFE er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Eyjafjarðarsvæðinu með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Eyjafjörð sem eftirsóttan valkost til búsetu.

AFE er einnig ætlað að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna í sameiginlegum hagsmunamálum.

Samkvæmt 3. gr. samþykkta AFE eru verkefni félagsins eftirfarandi:

  1. Málsvörn og hagsmunagæsla sveitarfélaganna í atvinnumálum gagnvart utanaðkomandi aðilum, þ.e. ríkisstjórn, ríkisstofnunum, embættismönnum og innlendum og erlendum fjárfestum.
  2. Kynningar- og upplýsingaþjónusta til að laða að innlenda og erlenda fjárfesta svo og opinbera aðila til að standa að atvinnurekstri á Eyjafjarðarsvæðinu.
  3. Þjónusta við sveitarfélög varðandi atvinnu- og kynningarmál og stuðla að aukinni samræmingu í uppbyggingu atvinnu á svæðinu.
  4. Auka samstarf fyrirtækja á svæðinu til að efla Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði.
  5. Efla nýsköpun í atvinnulífinu með ýmsum könnunar- rannsóknar- og þróunarverkefnum.
  6. Sveitarstjórnarmál og verkefni sem varða héraðið í heild, t.d. á sviði skipulagsmála og tillögur um hvaðeina, sem verða má svæðinu til gagns.
  7. Önnur verkefni sem varða svæðið sem heild eða hluta þess og sveitarstjórnir, sem aðild eiga að AFE, óska að fela félaginu, samkvæmt samkomulagi þar um. Þó er AFE ekki ætlað að stunda atvinnurekstur og ráðgjöf sem er í samkeppni við einstaklinga, félög eða fyrirtæki á almennum markaði.

Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.