Framkvæmdastjóri AFE segir starfi sínu lausu

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

Framkvæmdastjóri AFE segir starfi sínu lausu

Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júní n.k.  

Staðan verður auglýst á næstunni en Þorvaldur mun verða félaginu innan handar þar til búið verður að ráða nýjan framkvæmdastjóra.

 „Við þökkum Þorvaldi fyrir mjög vel unnin störf og góðan árangur félagsins á umliðnum árum.  Það er mikill missir að honum, en að sama skapi opnast hér áhugavert tækifæri fyrir framsækna og þróttmikla einstaklinga“ segir Unnar Jónsson, stjórnarformaður AFE. 

 „Ég hef á undanförnum mánuðum tekið þátt í undirbúningi fyrirtækis í flugtengdri starfsemi, sem liggur auðvitað nærri áhugasviði mínu. Nú lítur út fyrir að þetta geti orðið að veruleika og því rétt að hverfa á braut úr núverandi starfi til að einhenda mér í verkefni á nýjum vettvangi.  Ég hverf afskaplega sáttur og þakklátur á brott, en stuðningur samfélagsins hér og góður hugur hefur verið mér mikilvægur. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og ég skil við félagið í góðu horfi með spennandi verkefni í farvatninu“  segir Þorvaldur Lúðvík.

 


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.