189. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

189. fundur stjórnar AFE

189. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

föstudaginn 18. desember 2015, símafundur.

Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Unnar Jónsson formaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, Snorri Finnlaugsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Steinunn María Sveinsdóttir.

 

Fundur var settur af formanni kl. 16:30.

 Dagskrá:

 1    Starfsmannamál

 Rætt um stöðu framkvæmdastjóra félagsins vegna aðildar hans að dómsmáli sem úrskurðað verður í mánudaginn 21. desember n.k..

 Ákvörðun var tekin um að framkvæmdastjórinn héldi starfi sínu áfram eftir útgáfu ákæru í málinu, enda litið svo á að sérhver maður sé saklaus uns sekt hans hefur verið sönnuð. Af þeirri sömu ástæðu telur stjórn ekki ástæðu til þess að taka ákvörðun um framtíð hans í starfi meðan málið er til meðferðar hjá æðri dómstól, sem hafi á valdi sínu bæði að staðfesta og hnekkja dómum héraðsdóms.

 Stjórnin samþykkir, að fengnu lögfræðiáliti, að aðhafast ekki í málinu fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar Íslands liggur fyrir, að því gefnu að framkvæmdastjórinn áfrýji málinu. Stjórnin mun svo meta stöðu málsins að gengnum lokadómi.

 Stjórnin samþykkir að fela formanni og varaformanni að útbúa yfirlýsingu þess efnis.

 Fundi slitið kl. 17:00.

 


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.