181. Fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

181. Fundur stjórnar AFE

181. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

Miðvikudaginn 20. maí 2015, Laugarborg í Eyjafjarðarsveit

Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Eiríkur Haukur Hauksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Unnar Jónsson (formaður), Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir

Starfsmenn AFE: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdimarsson           

Gestur á fundinum: Svanfríður Inga Jónasdóttir

Elva Gunnlaugsdóttir ritaði fundargerð

______________________________________________

Fundur var settur af formanni kl. 14.15

Dagskrá:

1. Árritun ársreiknings AFE og VaxEy

Stjórn samþykkti og undirritaði ársreikninga AFE og VaxEy.

2. Aðalfundur AFE

Undirbúningur fyrir aðalfund AFE.

3. Sameining framhaldsskólanna

AFE hefur farið með mál framhaldsskólanna eftir að Héraðsnefnd Eyjafjarðar lagðist af. Ekkert samráð hefur verið haft vegna fyrirhugaðrar sameiningu framhaldsskólanna og  því sér stjórn AFE ástæðu til að álykta eftirfarandi:

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) lýsir yfir undrun sinni á því að menntamálaráðherra skuli undirbúa breytingar á skipulagi framhaldsskóla í Eyjafirði án samráðs við AFE. Stjórnin minnir á að AFE fer með málefni framhaldskólanna í Eyjafirði fyrir hönd sveitarfélaganna eftir að Héraðsnefnd Eyjafjarðar rann inn í AFE, en Héraðsnefndin gerði um árabil samninga um uppbyggingu skólanna fyrir hönd sveitarfélaganna og AFE tók síðan við þeim skuldbindingum. 

Samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Stjórnin krefst þess að menntamálaráðherra eigi fund með stjórn AFE um áform sín og eigi eðlilegt samráð um framtíð skólanna.

4. Önnur mál

Voru engin.

Fundi slitið kl. 14.50.


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.