Dysnes

Dysnes í Hörgársveit er um 15 km norður af Akureyri og er svæðið um 60 ha að stærð. Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur nú ásamt Hörgársveit, Eimskipi, Mannviti, Hafnarsamlagi Norðurlands og Slippnum Akureyri að tækifærum til framtíðaruppbyggingar vöruhafnar og hafnsækinnar starfsemi á svæðinu.

Getum við bætt síðuna?