Verkfræðistofan Efla vann skýrslu fyrir Eyþing um uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll með það að markmiði að styrkja flugsamgöngur við Norðurland eystra. Með bættri aðstöðu gæti flugvöllurinn þjónað millilandaflugi og einnig sem varaflugvöllur. Áætlunin er unnin sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015-2019.

Landsnet vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum 220 kV raflínu milli Akureyrar og Hólasands, svokallaðri Hólasandslínu 3. Einnig stendur yfir grunnvinna við 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar, Blöndulínu 3, og er stefnt á að sú vinna fari í umhverfismat og sama ferli og Hólasandslína 3 á næstunni. Framkvæmdirnar eru mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðversturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. 

Norðurland verður með stöðugt og öflugt orkudreifikerfi þegar heildartenging, með 220 kV raflínu, er komin frá Blöndu og að Fljótsdal.

Verkfræðistofan Efla vann heildstæða frumúttekt 30 smávirkjunarkosta í Eyjafirði fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Úttektin fólst í kortlagningu og mati á vatnasviði virkjunarkosta, helstu kennistærðum virkjunar, líklegum umhverfisáhrifum og tengingu við dreifikerfið. Stuðst var við fyrri athuganir, rennslismælingar og aðgengilega kortagrunna og loftmyndir. Einnig var farin vettvangsferð til að meta helstu umhverfisáhrif og aðstæður til mannvirkjagerðar. Virkjunarkostir voru flokkaðir og tillögur að frekari athugunum lagðar fram.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Eimur hafa unnið innviðagreiningu á Norðausturlandi. Um er að ræða innviðagreiningu á rafrænu formi sem verður í sífelldri endurnýjun. 

Dysnes í Hörgársveit er um 15 km norður af Akureyri og er svæðið um 60 ha að stærð. Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur nú ásamt Hörgársveit, Eimskipi, Mannviti, Hafnarsamlagi Norðurlands og Slippnum Akureyri að tækifærum til framtíðaruppbyggingar vöruhafnar og hafnsækinnar starfsemi á svæðinu.

Laugardaginn 19. janúar síðastliðin hélt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ráðstefnu í Hofi um áhrif fiskeldis í Eyjafirði.

Staðbundin efnahagslegt mikilvægi landbúnaðar á Íslandi. Skýrslan var unnin að ósk atvinnuþróunarfélaganna á Íslandi og er aðgengileg hér

Þjónustukönnun fyrir Norðurland eystra var unnin af Byggðastofnun árið 2018 og er aðgengileg hér

Frá árinu 2017 hafa Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga tekið þátt í GERT verkefninu með Samtökum Iðnaðarins. Þátttaka skóla og fyrirtækja hafa aukist jafnt og þétt, allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni gert.menntamidja.is

Getum við bætt síðuna?