Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Umsóknarfrestur vegna umsókna 2019 rann út þann 7. nóvember sl. Alls bárust 132 umsóknir þar af 50 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Samtals var sótt um rúmlega 305 mkr. 161. mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 144,7 mkr. til menningarstarfs. Á næstu vikum verða umsóknir metnar og gert er ráð fyrir að svör berist umsækjendum í kringum 20. janúar 2019. Stefnt er að úthlutunarhátíð í byrjun febrúar 2019.