Skattafrádráttur vegna nýsköpunar innan fyrirtækja

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vekur athygli á skattafrádrætti vegna nýsköpunar innan fyrirtækja.  Um er að ræða opinberan stuðning við nýsköpunarverkefni sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís. Styrkhæfur kostnaður, til útreiknings á skattafrádrætti, getur numið allt að 300 miljónum króna vegna rekstrarkostnaðar og allt að 450 miljónum króna vegna rannsóknar-eða þróunarvinnu sem keypt er af ótengdum aðila. Allar nánari upplýsingar eru að finna inná vef RSK

AFE hvetur fyrirtæki sem eru í nýsköpun að skoða þennan möguleika.