Ný heimasíða komin í loftið!

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur, í samstarfi við Stefnu, tekið í notkun nýja og endurbætta heimasíðu. Útlit síðunnar hefur tekið töluverðum breytingum og er hún myndrænni en áður. Einnig eru upplýsingar aðgengilegri og nánar farið yfir helstu verkefni AFE. Við vonum að notendur séu ánægðir með breytinguna.