MÁLSTOFA UM MENNTUNARÞÖRF

Í vor kom út skýrsla þar sem lagt var mat á menntunarþörf á Eyþingssvæðinu. Í henni var áhersla lögð á að skoða þörf á menntun út frá áherslum atvinnulífsins og spyrja forsvarsmenn fyrirtækja, fjölmennra og fámennra, um skoðun þeirra á þessum málum og hverjar þeir teldu horfurnar vera hjá sínu fyrirtæki í nánustu framtíð. Skýrslan er aðgengileg hér en í framhaldinu var haldið málþing þar sem raddir atvinnulífs og menntstofnana heyrðust. Upptökuna er að finna hér.