FLUG TIL FRAMTÍÐAR - MÁLÞING OG VINNUSTOFA

Upptaka a málþinginu er aðgengileg hér

 

Þriðjudaginn 15. október verður málþing, og vinnustofa, undir nafninu „Flug til framtíðar“ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, frá kl. 13-16. Á fundinum verður fjallað um millilandaflug á Norðurlandi, fulltrúar frá bæði Super Break og Voigt Travel tala um sína reynslu af beinu flugi til Akureyrar og fara yfir þeirra framtíðarsýn í þeim efnum. Þá verður einnig fjallað um millilandaflug í tengslum við byggðamál. Að loknu málþingi verður haldin vinnustofa þar sem gestum gefst tækifæri til að ræða málin.

Skráningu á fundinn má finna með því að smella á hlekkinn hér að neðan, en ekkert kostar inn á málþingið.
https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/flug-til-framtidar

Dagskráin er eftirfarandi:

13:00 - 13:10
Ávarp - Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri á skrifstofu samgangna
 
13:10 - 13:20
Staðan í dag - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
 
13:20 - 13:30
Fjármögnun Akureyrarflugvallar, byggðamál eða viðskiptatækifæri? - Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia
 
13:30 - 13:40
Hvaða máli skiptir flugið fyrir framtíð landsbyggðanna? Jóna Árny Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar
 
13:40 - 14:00
Why Akureyri? The importance of direct access - Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break
 
14:00 - 14:20
Future potential of Akureyri and North Iceland - Cees van den Bosch framkvæmdastjóri og eigandi Voigt Travel
  
14:20 - 14:30
Spurningar
 
14:30 - 14:50
Kaffihlé
  
14:50 - 15:50
Vinnustofa
 
15:50 - 16:00
Samantekt