Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf sviðsstjóra atvinnu- og byggðaþróunar í starfsstöð sína á Húsavík.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Markmið með starfsemi félagsins er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Félagið skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.
Opið fyrir umsóknir
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2020
Hafnarstræti 91 - 2. hæð
600 Akureyri
Sími: 460 5700
kt. 551298-2729
Netfang: afe@afe.is