SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 – 2024 BREYTING

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi:

Grýtubakkahreppur

Svalbarðsstrandarhreppur

Akureyri

Eyjafjarðarsveit

Hörgársveit

Dalvíkurbyggð

Fjallabyggð

Breytingin á við endurskoðaða stefnu um flutningslínur raforku um skipulagssvæðið. Meginmarkmið eru óbreytt en sett eru eftirtalin undirmarkmið:

  • Í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga skal gera ráð fyrir Blöndulínu 3 og Hóla­sands­­línu 3.   
  • Hólasandslína 3, ný flutningslína með 220 kV spennu eða hærri, mun liggja frá Akureyri  austur yfir Hólmana í Eyjafirði og yfir Vaðlaheiði í Fnjóskadal.
  • Lega og útfærsla Blöndulínu 3, nýrrar flutningslínu með 220 kV spennu eða hærri milli Blöndustöðvar og Akureyrar, verður byggð á valkostagreiningu og umhverfismati sem framkvæmdaaðili (Landsnet) mun vinna í samráði við heimamenn, landeigendur og sveitarstjórnir. Lega og útfærsla verður ekki skilgreind nánar í svæðisskipulagi Eyjafjarðar heldur í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga.  
  • Tekið skal mið af þingsályktunum um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, sem samþykktar voru á Alþingi 28. maí 2015 (nr. 11/144) og 11. júní 2018 (nr. 26/248).
  • Vegna nálægðar við þéttbýli á Akureyri, línuleiðar um Hólma Eyjafjarðarár, sem eru á náttúruminjaskrá, og nálægðar við Akureyrarflugvöll skal gera ráð fyrir að Hólasands­lína 3 verði lögð sem jarðstrengur frá tengivirki ofan Akureyrar suður fyrir Akureyrarflugvöll og upp fyrir byggð í Kaupvangssveit.
  • Nýta skal þá möguleika sem kostur er á m.t.t. tæknilegra og efnahagslegra forsendna til þess að leggja hluta Blöndulínu 3 sem jarðstreng t.d. vegna þrengsla við núverandi byggð og býli og/eða vegna skilgreindrar náttúruverndar þar sem það á við.
  • Til þess að tryggja hámarksöryggi við Akureyrarflugvöll skal Kröflulína 1 (núverandi 132 kV loftlína) lögð í jörð sunnan flugvallarins á skipulagstímabilinu og Laxárlína (66 kV loftlína) lögð af þegar Hólasandlína 3 verður tekin í notkun.
  • Til mótvægis við nýjar flutningslínur skal áfram unnið að breytingum á núverandi flutningslínum og dreifikerfi raforku, m.a. með því að leggja línur í jörð.

Í umhverfisskýrslu er gerð grein fyrir umhverfismati breytingarinnar

Breyting vegna flutningslína raforku, tillaga

 Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan í 27. gr. og 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, mun liggja frammi á skrifstofum fyrrnefndra sveitarfélaga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 22. jan. 2020 til og með 6. mars 2020. Á sama tíma verður tillagan einnig aðgengileg á vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is.

 Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en athugasemdafresturinn rennur út, eða eigi síðar en 6. mars 2020.

 Athugasemdum skal skila skriflega til:

 Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Hafnarstræti 91

600 Akureyri.

 Eða á netfangið afe@afe.is.  Fram komi nafn, kennitala og heimilisfang sendanda.

 Grenivík 22. janúar 2020,

 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar