Stjórn AFE ályktar eftirfarandi um Akureyrarflugvöll

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fagnar því að heimild sé í fjárlögum til að leigja eða kaupa flugstöðvarbyggingu við Flugvöllinn á Akureyri, stjórn AFE skorar því hér með á stjórnvöld að tryggja það fjármagn sem þarf til að koma flugstöð í ásættanlegt horf.  Það er þó rétt að árétta að einnig er nauðsynlegt að tryggja fjármögnun flughlaðs til að tryggja flugöryggi á Íslandi.

Hér er einnig rétt að ítreka að ríkistjórn virði það sem Alþingi samþykkti við afgreiðslu á samgönguáætlun í febrúar á þessu ári. Skýr vilji þingsins er ljós og rétt að framkvæmdavaldið framfylgi vilja löggjafarvaldsins varðandi uppbyggingu flugvallakerfis landsins.