Ályktun Haustfundar AFE 2019

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri miklu töf sem hefur orðið á skilum Skipulagsstofnunar á áliti vegna Hólasandslínu 3. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að gefa út álit en nú eru liðnar 25 vikur sem er fullkomlega óásættanlegt.  Fundurinn vill benda á að þessi töf hefur nú þegar haft mikil og skaðleg áhrif á uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjafirði.  Fundurinn krefst þess að Skipulagsstofnun afgreiði álitið án frekari tafa.

 

Akureyri 18. september 2019

Katrín Sigurjónsdóttir

stjórnarformaður AFE