Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2020

Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs, miðvikudaginn 20. maí 2020. Fundurinn verður haldinn í Hlíðarbæ í Hörgársveit og hefst kl. 15:00. Verði aðstæður í þjóðfélaginu þannig á fundardegi að ekki verði hægt að halda fundinn á venjulegan hátt verður fundurinn haldinn í fjarfundi.

Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins:

1)   Skýrsla stjórnar.

2)   Ársreikningur 2019.

3)   Umræða um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings.

4)   Breytingar á samþykktum, engar tillögur til lagabreytinga liggja fyrir.

5)   Skipun stjórnar.

6)   Fjárhæð rekstrarframlags aðildarsveitarfélaganna til AFE per íbúa skv. íbúaskrá 1. Janúar 2020 (ekki er um rekstrarframlag að ræða vegna samruna við SSNE).

7)   Ákvörðun um þóknun stjórnar.

8)   Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu.

9)   Önnur mál.

Gögn vegna fundarins verða send út til sveitarfélaganna a.m.k. viku fyrir fund.

 

Samkvæmt samþykktum AFE skal hvert sveitarfélag sem aðild á að félaginu tilnefna einn fulltrúa til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi þess. Að öðru leyti er aðalfundur að jafnaði opinn öllum.

Vinsamlega staðfestið komu til  simmi@afe.is og tilgreinið einnig þar hver fer með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.