223. fundur stjórnar AFE

223. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
fimmtudaginn, 6. september  2018 kl. 15.00
Mættir:
Stjórnarmenn: Dagbjört Pálsdóttir formaður, Ásgeir Örn Blöndal, Þröstur Friðfinnsson, Katrín Sigurjónsdóttir og Valtýr Hreiðarsson
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri og  Baldvin Valdemarsson (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 15.00 og bauð stjórnarmenn velkomna.

1. Undirritun fundargerðar nr. 222
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda
2. Staða ályktunar um sameiningu eða aukna samvinnu Afe og Eyþings
Stjórnarformaður og varaformaður Afe áttu fund með stjórnarformanni og varaformanni Eyþings.  Fundurinn gekk vel og var niðurstaða hans að stjórnaformaður Afe sendi formlegt erindi til stjórnar Eyþings um málið.  (Sjá sbr. 3. lið)
3. Eyþing
Í 4. lið fundargerðar Eyþings frá 28. ágúst s.l. kemur eftirfarandi fram: 
Bréf frá stjórn Afe, dags. 15. ágúst, með ósk um formlegar viðræður um samrekstur Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Stjórn Eyþings vísar bréfinu til umræðu á samráðsfundi (fulltrúaráðsfundi) 7. september og á aðalfundi 21. og 22. september.
4. Kynning á rekstraráætlun 2018
Framkvæmdastjóri fór yfir og kynnti rekstraráætlun félagsins á yfirstandandi ári sem samþykkt var af síðustu stjórn.  Fram kom að reksturinn er á áætlun.
5. Staða helstu verkefna
Framkvæmdastjóri fór yfir nokkur verkefni m.a. raflínumál, tæknimál Akureyrarflugvallar,  Dysnesmál, laxeldismál við Eyjafjörð, Credit Info fyrirtækjalisti, innviðagreining, ný heimasíða, heimsókn færeyskra fyrirtækja til Akureyrar ofl.
6. Önnur mál
Umræður um sviðsmyndakönnun fyrir Eyjafjörð eða hugsanlega Eyþingssvæðið allt.  Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl.  16:40