222. fundur stjórnar AFE


222. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
þriðjudaginn, 31. júlí  2018 kl. 15.00
Mættir:
Stjórnarmenn: Dagbjört Pálsdóttir formaður, Ásgeir Örn Blöndal, Þröstur Friðfinnsson, Katrín Sigurjónsdóttir og Valtýr Hreiðarsson
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri og  Baldvin Valdemarsson (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 15.00 og bauð stjórnarmenn velkomna til starfa.

1. Undirritun fundargerðar nr. 221
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda
2. Eyþing
Ekkert í fundargerð Eyþings gefur tilefni til skoðunar
3. Áætlun um tímasetningu funda út árið
Formaður óskaði eftir hugmyndum stjórnarmanna um hentuga tímasetningu stjórnarfunda. Stjórnarformaður sendir tillögur til stjórnarmanna í samræmi við umræður á fundinum, m.a. um að funda á fleiri stöðum á starfssvæðinu.
4. Bókun frá aðalfundi Afe 2018
Stjórnin fór yfir og ræddi bókun aðalfundar Afe, Þar sem aðalfundurinn fól nýrri stjórn að leita eftir því við Eyþing og aðildarsveitarfélögin að Eyþing og Afe taki upp viðræður um samrekstur til að annast þau verkefni og skuldbindingar sem þessir aðilar hafa.  Stjórnin samþykkir að fela formanni og varaformanni Afe  að óska eftir fundi með formanni og varaformanni Eyþings og hefja fyrstu viðræður.
5. Staða helstu verkefna
Framkvæmdastjóri fór yfir nokkur verkefni m.a. raflínumál, tæknimál Akureyrarflugvallar, áhersluverkefni, innviðagreining, Dysnesmál, laxeldismál, úttekt á tölum í landbúnaði ofl.
6. Önnur mál
Farið yfir og rætt um starfsmannamál.  Valdimar O Hermannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Blönduósi og mun hann láta af störfum hjá Afe 10. ágúst nk.  Greint frá tímabundinni ráðningu Helgu Maríu Pétursdóttur.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl.  17:08