216. fundur stjórnar AFE

216. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 30. apríl 2018 kl. 15.00
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson formaður, Steinunn María Sveinsdóttir, Þröstur Friðfinnsson,
Þórunn Sif Harðardóttir og Bjarni Th. Bjarnason
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson (ritaði fundargerð) og Elva Gunnlaugsdóttir


Formaður setti fundinn kl. 15.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 215
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda
2. Eyþing
Ekkert í fundargerð Eyþings gefur tilefni til skoðunar
3. Ársuppgjör 2017, endurskoðað
Ársuppgjör lagt fram, framkvæmdastjóri skýrði út og fór yfir helstu liði. Stjórnin samþykkir afskriftir á töpuðum kröfum samtals kr. 1.036.703. Ársreikningurinn staðfestur og undirritaður af stjórn.
4. Rekstraráætlun 2018
Framkvæmdastjóri fór yfir lokaútgáfu af rekstraráætlun. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði kr. 1.243.000. Ekki er gert ráð fyrir sértekjum eða göldum vegna sóknaráætlanaverkefna.
5. Undirbúningur aðalfundar
Aðalfundurinn verður haldinn á Grenivík þann 21. júní. Stjórnarfundur kl. 15:00 og aðalfundur kl. 16:00. Nánari staðsetning ákveðin síðar.
6. Verkefni
Framkvæmdastjóri fór yfir nokkur verkefni m.a. Dag byggingariðnaðarins og skýrslu Eflu um smávirkjanir. Fram kom að Elva ætti allan heiður af þeim verkefnum.
7. Önnur mál
Rætt um landbúnaðartengda starfsemi, veltu og starfsmannafjölda á Eyþingssvæðinu. Fáum væntanlega skýrslu frá Hagstofunni.
Farið yfir og rætt um starfsmannamál m.a. sumarafleysingar.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl. 16. 45