213. fundur stjórnar AFE

213. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 7. desember  2017 kl. 15.00
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson formaður, Steinunn María Sveinsdóttir, Þórunn Sif Harðardóttir, Bjarni Th Bjarnason, Þröstur Friðfinnsson og  Snorri Finnlaugsson var gestur á fundinum.
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson og Baldvin Valdemarsson (ritaði fundargerð)  


Formaður setti fundinn kl. 16.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 212
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Kynning á fundargerð Eyþings
Farið var yfir ályktanir aðalfundar Eyþings. Hjá Eyþingi liggja 62 mkr. vegna sóknaráætlunar og uppbyggingarsjóðs. Greint frá fundi með stýrineti stjórnarráðsins.
 3. Brothættar byggðir, starfsmaður
Starfsmaður Brothættra byggða, Helga Íris verður starfsmaður AFE frá og með áramótum. Framlag kemur frá Byggðastofnun vegna kostnaðarauka AFE.
 4. Verkefni AFE
Farið yfir áhersluverkefni sóknaráætlunar. Greint frá afar vel heppnuðum haustfundi atvinnuþróunarfélagana sem AFE hélt í október.
 5. Raforkuflutningar og raforkumál
Ráðstefnu Byggðastofnunar um raforkumál var frestað. Verður væntanlega haldin í janúar. Skýrsla verkfræðistofunnar Lotu um stöðu raforkumála er í vinnslu.
 6. Bráðabyrgða uppgjör janúar til september 2017
Rekstur AFE er í góðu jafnvægi. Vísað er í framlögð gögn.
 7. Önnur mál
Skipun í skólanefnd VMA. Stjórnin samþykkir að Hrafnhildur Elín Karlsdóttir verði skipuð í skólanefnd Verkmenntaskólans.
Fundur svæðisskipulagsnefndar var haldin 29. nóvember. Þröstur sagði frá fundinum.

Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið kl. 17.40
Næsti fundur 15. jan. Kl. 15.00