212. fundur stjórnar AFE

212. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 23. október  2017 kl. 15.00
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson, Steinunn María Sveinsdóttir, Þórunn Sif Harðardóttir, Bjarni Th Bjarnason og Þröstur Friðfinnsson
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 15.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 211
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Kynning á fundargerð Eyþings
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar (27.09) Eyþings, þá sérstaklega það sem snýr að Sóknaráætlun og áhersluverkefnum hennar.
3. Verkefni AFE
Starfsfólk kynnti ferð á vegum Byggðastofnunar í maí næstkomandi til Kanada. Í ferðinni taka þátt öll atvinnuþróunarfélög á landinu.
Farið var yfir helstu verkefni félagsins: stöðu innviðagreiningar, þátttöku í Arctic Circle, Hlíðarfjalli, fiskeldi og þjónustu hóp aldraðra.
4. Raforkumál
AFE kynnti innviðaskýrslu Samtaka Iðnaðarins sem kynnt var í byrjun mánaðarins.
Mikill stuðningur við vinnu AFE í raforkuflutningum, áframhald verður á henni. Stjórn styður við starfsfólk í áframhaldandi  vinnu.
5.Önnur mál
Uppbyggingarsjóður, vinna er í gangi við undirbúning rafræns umsóknareyðublaðs.
Formaður svæðisskipulagsnefndar Þröstur Friðfinnsson fór yfir starf nefndarinnar.

Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið 16.22
Næsti fundur 24. nóv. kl. 17.