211. fundur stjórnar AFE

211. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 28. ágúst 2017 kl. 16.00
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson, Steinunn María Sveinsdóttir, Þórunn Sif Harðardóttir, Silja Dögg Baldursdóttir og Eiríkur H Hauksson
Bjarni Th Bjarnason og Þröstur Friðfinnsson boðuðu forföll
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 16.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 210
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Rekstur og umræða um hann
Framkvæmdastjóri kynnti reksturinn sem er í mjög góðu jafnvægi. Útseld þjónusta hefur aukist það sem af er ári og tekjuflæði í jafnvægi. Tillaga kom fram um að eitt milli uppgjör á ári og var sú tillaga samþykkt.
3. Verkefni og staða þeirra
Frumúttekt á smávirkjanna kostum í Eyjafirði, verkefnið er farið af stað og verðu lokið við árslok 2017.
Hlíðarfjall, verkefnið á fleygiferð og frétta að vænta á næstu vikum.
Dysnes, stefnt að hluthafafundi fljótlega. Vinna að fara í gang við kortlagningu á Dysnesi.
Raforkukerfið; stöðug vinna sem heldur áfram bæði í flutningskerfinu og virkjunum. Áttum fund með formanni umhverfis og samgöngunefnd til að ræða rammaáætlun og einnig Landsneti um framhaldið.
Skoskaleiðin; málþing í undirbúningi 4. okt. í Reykjavík þar sem kynnt verður hugmynd að niðurgreiðslu á innanlandsflugi.
Haustfundur AFE; vettvangur aðildarsveitarfélaga til að ræða sameiginleg hagsmunamál; sérstaklega verði fjallað um raforkuflutningskerfið og skýrslu RHA
4. Önnur mál

Næstu fundir: 23. október og 13. nóvember kl. 15
Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið 17.45