210. fundur stjórnar AFE

210. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 19. júní 2017 kl. 16.00
 Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson, Steinunn María Sveinsdóttir, Þröstur Friðfinnsson og Bjarni Th. Bjarnason. (Þórunn Sif Harðardóttir var fjarverandi)
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 16.00

1. Undirritun fundargerðar nr. 209
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Bráðabirgðauppgjör janúar - apríl 2017
Tekjur aukast í takt við hækkun framlags sveitarfélaga, Framlög Byggðastofnunar hækka mun minna, húsnæðiskostnaður lækkar ásamt flestum örðum kostnaðarliðum. Góðar horfur eru í rekstri félagsins.
3. Punktar úr Kínaferð
Framkvæmdastjóri og formaður gáfu stutta skýrslu um ferðina til Kína og þeirra sambanda sem var aflaði í ferðinni. Hann taldi mikilvægt að hagsmuna svæðisins væri gætt hvað norðurslóðamál varðar.
4. Staða samningskaupalýsingar með Hlíðarfjall
Viðræður eru hafnar við hóp sem kallar sig Hlíðarfjall alla leið. Lagt verður í kortlagningu á verkefninu og stofnað um það félag. Þessi uppbygging mun hafa miklar breytingar í för hvað ferðamannamál varðar með sér og mikill áhugi er hjá Akureyrarbæ.  Akureyrarbær óskaði eftir því við AFE að halda áfram með verkefnið.
5. Áhugaverðir fundir á vegum AFE og tengdra aðila
Fundur sem haldin var í samstarfi við Akureyrarstofu um ávinning uppbyggingu starfsstöðva á landsbyggðunum. Verulega upplýsandi fundur sem ætlaður var til að vekja athygli á stöðu mála.
Fundur haldin með Eyþingi varðandi raforkumál á Norðurlandi sem var áhugaverður og mjög lýsandi fyrir ástandið á svæðinu. AFE þarf að halda áfram að vekja athygli á málinu í samstarfi við Landsnet.
6. Skýrsla um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings
RHA skilaði í síðustu viku skýrslu um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Þetta verður rætt á fulltrúaráðsfundi Eyþings í haust.
7. Tilnefningar í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga
Tilnefndir í skólanefnd MT
Sem aðalmenn:

  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir, kt. 190456-0059.  Steinstúni 3, 620 Dalvík
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson, kt. 030663-4389. Hlíðarvegi 38, 625 Ólafsfirði

Til var eru tilnefndir

  • Inda Björk Gunnarsdóttir, kt. 170571-4799. Drekagili 24, 603 Akureyri
  • Unnar Eiríksson,  kt. 010660-5059. Skógarhlíð 39, 601 Akureyri

8. Önnur mál
Framkvæmdastjóri kynnti væntanlega ferð starfsfólks til Rvk. að hitta Íslandsstofu, SI, SA, VÍ, Kanadíska sendiráðið, Air Icelandi connect ofl í lok þessa mánaðar.

Ekki var fleira til umræðu og fundi slitið kl. 17.40
Næsti fundur verður 28. ágúst kl. 16