209. fundur stjórnar AFE

209. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn, 15. maí 2017 kl. 16.00
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Þórunn Sif Harðardóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Matthías Rögnvaldsson og Bjarni Th. Bjarnason.
Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 16.10

1. Undirritun fundargerðar nr. 208
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Nýkjörin stjórn AFE skiptir með sér verkum
Tillagan var gerð um að stjórn yrði óbreyt að öðru leiti  en því að Matthías kemur inn fyrir Unnar sem formaður stjórnar. Þröstur kemur inn í stjórn í stað Snorra vegna skiptireglu.  Stjórn samþykkir tillöguna.
3. Kynning á samningskaupaútboði með Hlíðarfjall
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í Hlíðarfjalli. AFE fékk í vikunni heimild bæjarrás til að halda áfram með málið. Áhugasamir aðilar eru að vinna sínar tillögur áfram og er áætlað að þeir komi fljótlega með heildstæða áætlun.
4. Hugmyndir X um beint flug (Kaupmannahöfn – Akureyri)
X nálgaðist AFE með að ábyrgjast beint flug Akureyri – Kaupmannahafnar. Stjórn AFE bendir á að félagið hefur ekki heimild til að skuldbinda sig með þessum hætti.
5. Önnur mál
Formaður kynnti fyrirhugaða ferð formanns og framkvæmdastjóra til Kína í þessum mánuði.
Fundur kynntur um störf án staðsetningar 7. júní í samstarfi við Akureyrarstofu.
Kynning hjá Rannís kynnt en hún er á morgun kl. 13 í Háskólanum á Akureyri.

Fundi slitið kl. 17.40
Næsti fundur 19. júní kl. 16