206. fundur stjórnar AFE

206. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn 13. mars 2017 kl. 16.15
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Snorri Finnlaugsson, Unnar Jónsson, Þórunn Sif Harðardóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Bjarni Th. Bjarnason
Starfsmenn: Baldvin Valdemarsson, Sigmundur Einar Ófeigsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 16.15

1. Undirritun fundargerðar nr. 205
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.
2. Staða verkefna:
Verkefnið Hliðarfjall er á leiðí auglýsingu. Starfsfólk finnur fyrir áhuga á verkefninu.
Þekkingavörður er nánast afgreitt og klárast í mánuðinum
Raforkumál, áttum fund með Framkvæmdastjóra Rarik, þar sem kom í ljós að skipta þurfi um endabúnað á streng í gegnum Héðinsfjarðargöngin til að auka flutningsgetu til Siglufjarðar. Rarik virðist standa vel að því sem þeim tilheyrir á svæðinu.
Fisk- og seiðaeldi, höfum verið upplýst um 2 verkefni í eldi. Arnarlax með 10.000 tn. Laxeldi sem fer brátt í kynningu.
Uppbyggingarsjóður, umsóknafrestur var 15. febrúar og 28 umsóknir bárust.  Umsóknir eru hjá fagráðum og úthlutun fer fram á næstu vikum.
3. Smávirkjanakostir
Dalvíkurbyggð hefur fariðí greiningu á smávirkjunarkostum, spurning hvort önnur sveitarfélög hafi áhuga á svipaðri greiningu. Starfsfólki falið að senda fyrirspurn á sveitarfélögin og kanna hug þeirra til að fara í greiningu á smávirkjunum.
4. Undirbúningur aðalfundar
Ákveðið var að halda aðalfund AFE 4. maí á Svalbarðseyri kl. 16. Framkvæmdastjóri kynnti drög aðársreikning síðasta árs.
5. Samstarf við stoðstofnanir
Góð umræða fór fram á fundinum um samstarf stoðstofnana og hvernig megi bæta það.
Stjórn AFE mun óska eftir fund með stjórn Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
6. Önnur mál
Önnur mál voru ekki rædd á fundinum.

Fundi slitið klukkan 18.10 og næsti fundur verður 10. apríl