205. fundur stjórnar AFE

205. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn 6. febrúar 2017 kl. 16.15
 Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Snorri Finnlaugsson, Unnar Jónsson, Þórunn Sif Harðardóttir  og Steinunn María Sveinsdóttir. Bjarni Th. Bjarnason boðaði forföll og ekki náðist í varamenn.
Starfsmenn: Baldvin Valdemarsson, Sigmundur Einar Ófeigsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Formaður setti fundinn kl. 16.15

1. Undirritun fundargerðar nr. 204
Fundargerð síðasta fundar undirrituðán athugasemda
2. Tilnefningar í skólanefndir MA og VMA
Tilnefndir í skólanefnd MA

 • Jóhann Jónsson
 • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir

Til var eru tilnefndir

 • Elva Gunnlaugsdóttir
 • Bjarni Th. Bjarnason

Tilnefndir í skólanefnd VMA

 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • Axel Grettisson

Til vara eru tilnefndir

 • Helga Helgadóttir
 • Preben Jón Pétursson

3. Staða verkefna

 • Bréf var sent á sveitarfélögin um hækkun rekstrarframlaga til AFE, beðið er eftir viðbrögðum.
 • Hlíðarfjall: Sigmundur og Unnar voru á fundi með Akureyrarbæ, þar sem tillögur AFE voru samþykktar. Frístundarráð fundar á fimmtudaginn, þar sem málið verður afgreitt og AFE mun fá tilkynningu.
 • Seiða- og fiskeldi: Sigmundur upplýsti um fyrirhugað 10. þúsund tonna fiskeldi í firðinum ásamt seiðaeldastöðá landi í Dalvíkurbyggð. Eðlileg krafa sveitarfélaga að vera meðí ferlinu frá upphafi. Stjórn vísar til Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar að bregðast við drögum að frumvarpi um skipulag haf- og standsvæða.
 • AFE hefur gert samning við Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar um vinnu og utan umhald fyrir nefndina.
 • ANA helgin var síðustu helgi og gekk vel, lítil þátttaka frá Háskólanum á Akureyri en fleiri verkefni nú en oft áður.

4. Heimsóknir og kynningar
Starfsfólk AFE fór á fund hjá Atvinnu og kynningaráði Dalvíkurbyggðar, mjög góður fundur þar og áhugi starfsfólks að heimsækja hin sveitarfélögin með svipuðum hætti.
5. Önnur mál
Um áramótin var Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar lögð niður, formaður tilkynnti aðá næstunni mun koma erindi frá Akureyrarbæ um að AFE reki verkefnið Brothættar byggðir.

Ekki var fleira rætt á fundinum, næsti fundur verður 13. mars kl. 16.15
Fundi slitið kl. 17.30