204. fundur stjórnar AFE

204. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
mánudaginn 9. janúar 2017.
Fundarmenn:
Stjórnarmenn: Bjarni Th. Bjarnason, Snorri Finnlaugsson, Unnar Jónsson og Þórunn Sif Harðardóttir Steinunn María Sveinsdóttir var í síma
Starfsmenn: Baldvin Valdemarsson, Sigmundur Einar Ófeigsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)


Fundur settur kl. 16.15

1. Undirritun fundargerðar nr. 203 stjórnarfundar
Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda
2. Framlag sveitarfélaga til AFE og nauðsynleg hækkun
Kynnt var á haustfundi AFE að hækka þyrfti framlög. Stjórn samþykkir að leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga til AFE á aðalfundi í apríl næstkomandi. Stjórn felur starfsfólki að senda bréf á sveitarfélögin til kynningar.
3. Fundarplan fyrri hluta 2017
Stjórn mun funda á mánudögum kl. 16.15, og verða fundirnir 6. febrúar, 13. mars, 24. apríl (aðalfundur) og 8. maí.
4. Dysnes þróunarfélag
Stjórnar- og aðalfundur var haldinn í síðustu viku. Þörf og vilji að halda áfram að vinna að Dysnesi. Tillaga var lögð fyrir fundinn að Hörgársveit kæmi inn í félagið, það var samþykkt og greiði Hörgársveit þá 1 m.kr hlutafé. Kom fram á fundinum að það hefur verið gott samstarf við sveitarfélagið.
Hafnar eru fornleifarannsóknir á Dysnesi.
Æskilegt væri að ná í starfsemi á Dysnes sem krefðist flutninga, þá væri borðleggjandi að hafnsækin þungastarfsemi flyttist frá Akureyri út á Dysnes.
5. Hlíðarfjall
Rætt var um að undirbúa auglýsingu vegna reksturs Hlíðarfjalls til birtingar.
Sigmundur fór lauslega yfir rekstur Hlíðarfjalls 2015 og 2016. Áhersla lögð á að starfsfólk kæmi auglýsingu út sem fyrst, helst nú í janúar
6. Önnur mál
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar verður vistuð hjá AFE. og verður gerður skriflegur samningur milli nefndarinnar og AFE.
Þann 9. desember lauk umsagnarfresti um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svo virðist sem ekkert sveitarfélag í Eyjafirði né stofnanir hafi fengið frumvarpið til umsagnar. Formaður svæðisskipulagsnefndar og AFE eru með málið til athugunar, en frumvarpið er í raun að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum.

Ekki var fleira rætt á fundinum, næsti fundur verður 6. febrúar.
Fundi slitið 17:20