Fréttir

18.09.2019
11.09.2019
10.09.2019
02.09.2019

Verkefni

Dysnes í Hörgársveit er um 15 km norður af Akureyri og er svæðið um 60 ha að stærð. Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur nú ásamt Hörgársveit, Eimskipi, Mannviti, Hafnarsamlagi Norðurlands og Slippnum Akureyri að tækifærum til framtíðaruppbyggingar vöruhafnar og hafnsækinnar starfsemi á svæðinu.

Verkfræðistofan Efla vann skýrslu fyrir Eyþing um uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll með það að markmiði að styrkja flugsamgöngur við Norðurland eystra. Með bættri aðstöðu gæti flugvöllurinn þjónað millilandaflugi og einnig sem varaflugvöllur. Áætlunin er unnin sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015-2019.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Eimur hafa unnið innviðagreiningu á Norðausturlandi. Um er að ræða innviðagreiningu á rafrænu formi sem verður í sífelldri endurnýjun.