Menningarbrunnur
Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi
Dysnes í Hörgársveit er um 15 km norður af Akureyri og er svæðið um 60 ha að stærð. Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur nú ásamt Hörgársveit, Eimskipi, Mannviti, Hafnarsamlagi Norðurlands og Slippnum Akureyri að tækifærum til framtíðaruppbyggingar vöruhafnar og hafnsækinnar starfsemi á svæðinu.
Verkfræðistofan Efla vann skýrslu fyrir Eyþing um uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll með það að markmiði að styrkja flugsamgöngur við Norðurland eystra. Með bættri aðstöðu gæti flugvöllurinn þjónað millilandaflugi og einnig sem varaflugvöllur. Áætlunin er unnin sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015-2019.
Frá árinu 2017 hafa Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga tekið þátt í GERT verkefninu með Samtökum Iðnaðarins. Þátttaka skóla og fyrirtækja hafa aukist jafnt og þétt, allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni gert.menntamidja.is
Staðbundin efnahagslegt mikilvægi landbúnaðar á Íslandi. Skýrslan var unnin að ósk atvinnuþróunarfélaganna á Íslandi og er aðgengileg hér
Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi
Industrial & technical service providers in Akureyri
Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra