Uppbyggingarsjóður úthlutar rúmum 70 milljónum

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

Uppbyggingarsjóður úthlutar rúmum 70 milljónum


70,1 milljón úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum

Í dag, 18. Maí, úthlutar Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 70,1 milljón króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.  Sjóðurinn tók við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. 

Uppbyggingarsjóði bárust samtals 190 umsóknir, þar af 58 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 132 til menningar.  Sótt var um 111,8 milljónir,  þar af 56,3 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 55,4 til menningarstarfs. 

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 93 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 70,1 mkr. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnin er rúmar 300 mkr. 

Yfirlit yfir styrkhafa má finna hér.


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.