Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar sl.   Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings,  Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.   


Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar:

Verkefni sem stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar

Verkefni sem til þess eru fallin að auka fjölbreytni atvinnutækifæra

Verkefni sem stuðla að samstarfi atvinnulífs, háskóla og þekkingarstofnana

Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun

Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið   á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má hér og eyðublað fyrir kostnaðargreiningu stærri verkefna sem nálgast má hér.  Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.  Tilkynnt verður um úthlutun í júní. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs sem eruaðgengilegar hér.

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra veitir:

Baldvin Valdimarsson sími


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.