AKUREYRI HÖFUÐBORG NORÐURSINS HEFUR VERIÐ VALIN BESTI ÁFANGASTAÐURINN AF LONELY PLANET

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

AKUREYRI HÖFUÐBORG NORÐURSINS HEFUR VERIÐ VALIN BESTI ÁFANGASTAÐURINN AF LONELY PLANET

Ferðavefurinn Lonely Planet sendi í dag frá sér lista yfir tíu bestu áfangastaðina í Evrópu í sumar og er það höfuðborg Norðurlands, Akureyri, sem toppar listann í ár. Í öðru sæti er þýska borgin Leipzig og í því þriðja Asóreyjar undan ströndum Portúgal.

Í umsögn Lonely Planet um sigurvegarann segir að Akureyri sé afslappaður og skemmtilegur bær og frábær staður til að gista ef skoða á gullfallegt landslag Norðurlands.

„Áfangastaðirnir voru valdir af Evrópusérfræðingum okkar,“ segir Tom Hall, ritstjóri Lonely Planet, í fréttatilkynningu. „Sumir koma ef til vill á óvart, sumir eru vissulega lítið þekktir, en það er kjörið að heimsækja þá alla akkúrat núna.“ 

Meðal annarra staða á lista Lonely Planet eru Porto í Portúgal, Kaupmannahöfn í Danmörku og Norður-Írland.

Frétt frá vísi.is


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.