Aðalfundur AFE 2016

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

Aðalfundur AFE 2016

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 9. júní 2016 kl. 15, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri

Fundarstjóri Steinunn María Sveinsdóttir

Fundarritari Elva Gunnlaugsdóttir

Dagskrá samkvæmt samþykktum AFE

____________________________________________

Formaður stjórnar Unnar Jónsson setti fundinn, bauð alla velkomna og afhenti Steinunni Maríu fundarstjórn

1.       Skýrsla Stjórnar

Formaður stjórnar flutti skýrslu stjórnar þar sem hann fór yfir helstu verkefni félagsins á árinu. Nefndi hann sérstaklega þátttaka í mótun framtíðar framhaldsskólana á svæðinu, framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli, Arctic Services, flugnefnd forsætisráðherra en afrakstur hennar er flugþróunarsjóðurinn. Haustfundur AFE var vel sóttur og heppnaðist vel þar sem vetrarferðamennska var til umfjöllunar. Ráðstefna um nýsköpun í Heilbrigðistengdri starfsemi var haldin í nóvember og var mjög vel sótt. Byggðavandi í Grímsey og Hrísey hafa verið inná borði hjá AFE. Mótun Uppbyggingarsjóðsins og þátttaka í gerð Sóknaráætlunar fyrir svæðið. Að auki hefur starfsfólk sinnt hefðbundinn ráðgjöf til einstaklinga og sveitarfélaga á svæðinu.

Formaður þakkaði fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf sem skilar af sér góðu búi bæði fjárhagslega og verkefnalega. Formaður ítrekaði í ræðu sinni frá fyrra ári að sameina þurfi einingar í stoðkerfinu þar sem samleiðaráhrif séu mikil.

2.       Ársreikningar

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur félagsins. Tekjuhliðin er stöðug með framlögum frá sveitarfélögum og Byggðarstofnun. Gjaldahliðin drógst verulega saman á síðasta ári vegna hagræðingar í rekstri. Góður rekstrarárangur var notaður til að færa niður eignarhlut í félögum.

Framkvæmdasstjóri fór yfir tíma sinn hjá félaginu og þakkaði sérstaklega þann stuðning sem hann hefur fengið í þeim hremmingum sem hann hefur persónulega gengið í gegnum.

3.       Umræður um skýrslu stjórnar

Guðmundur Baldvin bæjarfulltrúi á Akureyri, talaði um að nýta fjármagn sem fer í stoðstofnanir betur og skoða sameiningu. Þakkaði framkvæmdastjóra fyrir vel unninn störf og að skila góðu búi. Bar góðar fréttir frá formanni samgöngunefndar um að flughlað, Dettifossvegur, bryggja á Dalvík og Siglufirði væru inná nýrri samgönguáætlun. Akureyri er höfuðborg norðausturlands og hefur mikilvægt hlutverk.

Eiríkur Haukur Hauksson sveitarstjóri Svalbarðstrandar, fagnaði góðir afkomu félagsins. Varaði þó fundarmenn við því að sameina eingöngu til að sameina en sjálfsagt að skoða slíkt. 

Ólafur Rúnar sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, gerði athugasemd við að það vantaði fundargerðir félagsins frá því í mars inná heimasíðu AFE.

Ársreikningar voru bornir upp til samþykktar og voru samþykktir samhljóða

4.       Breytingar á samþykktum

Engar tillögur að breytingum bárust.

5.       Skipun stjórnar

Njáll Trausti og Jóhanna Dögg hætta í stjórn félagsins (skiptiregla og kynjakvóti), í þeirra stað koma Bjarni Th Bjarnason, Dalvíkurbygg og Þórunn Sif Harðardóttir, Akureyri. Nýr varamaður í stjórn verður Þröstur Friðfinnsson, Grýtubakkahreppi í stað Bjarna Th.

Skipað er í stjórn samkvæmt samþykktum.

6.       Fjárhæð rekstrarframlags aðildarsveitarfélaganna til AFE per íbúa skv. íbúaskrá 1. Desember árið á undan

Framkvæmdastjóri lagði til að rekstrarframlag til félagsins yrði óbreytt, sú tillaga var samþykkt samhljóða

7.       Ákvörðun um þóknun stjórnar

Þóknun stjórnar hefur miðast við minni nefndir Akureyrarbæjar sem tók breytinum um síðustu áramót, tillaga samþykkt samhljóða

8.       Hvernig skal fara með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu

Framkvæmdastjóri lagði til að hagnaður ársins færðist yfir á næsta ár, tillaga samþykkt samhljóða. samhljóða

9.       Önnur mál

Formaður stjórnar AFE fagnaði fréttum frá Guðmundi Baldvin um samgöngubættur á norðurlandi sem koma inn í samgönguáætlun.

Fundarstjóri sleit fundi kl. 15.50

 


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.