Aðalfundur 2015

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 20. maí  2015 kl. 15, Laugarborg í Eyjafjarðarsveit

Fundarstjóri: Svanfríður Inga Jónasdóttir.

Ritari: Elva Gunnlaugsdóttir.

Dagskrá samkvæmt samþykktum AFE.

Formaður stjórnar Unnar Jónsson setti fundinn og bauð alla velkomna.

1. Skýrsla stjórnar

Formaður stjórnar fór yfir helstu verkefni AFE: Arctic Services, uppbygging í Hlíðarfjalli, eingáttastefnu stjórnvalda í flugmálum, Vistorku, byggðarvanda í Grímsey, VaxEy/Uppbyggingarsjóðurinn og ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga

Staða félagsins er sterk að mati stjórnar og framkvæmdastjóri ötull að sinna verkefnum sem til félagsins koma. Formaður hvatti til þess að farið verði yfir skörun verkefna þeirra stofnana sem vinna að atvinnu og nýsköpun, þannig að skýrari línur séu milli þeirra og hver og ein geti meira  sérhæft sig  og nýtt krafta þeirra sem að þessu vinna betur en nú er.

2. Ársreikningur

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins. Sjálfsaflafé hefur dregist saman og opinber framlög stóðu í stað. Að sama skapi drógst reksturinn saman. Félagið býr ennþá við verulegt óhagræði vegna leigusamnings. Áætlun sem lögð var fram síðasta ári gekk að miklu leyti eftir.

Efnahagsreikningur – Gáf gerði upp við AFE.

AFE hefur sýslað með Vaxtasamning Eyjafjarðar undanfarin ár – starfsmaður hefur farið yfir umsóknir og lagt fyrir stjórn VaxEy til úthlutunar. Allt það starf hefur verið mjög faglegt og til fyrirmyndar. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur tekið við af Vaxtasamning Eyjafjarðar og Þingeyinga og Menningarsamning Eyþings.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreiknings

Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar eða ársreikning. Fundarstjóri bar upp ársreikning til samþykktar og var samþykktur samhljóða.

4.Breytingar á samþykktum

Engar tillögur að breytingum bárust.

5. Skipun stjórnar

Eiríkur Haukur Hauksson (Svalbarðstrandahrepp)  hættir í stjórn ( skiptiregla) og Snorri Finnlaugsson fyrir Hörgársveit kemur í hans stað.  Að öðru leiti er stjórn óbreytt. Skipað er í stjórn samkvæmt samþykktum.

6. Fjárhæð rekstrarframlags aðildar sveitarfélaganna til AFE per. íbúa skv. íbúaskrá 1. desember árið á undan.

Ekki liggur fyrir breytingartillaga varðandi framlög. Samkvæmt samþykktum á að greiða samkvæmt fjölda íbúa samkvæmt íbúaskrá frá 1. desember árið á undan til viðbóta við vísitöluhækkun.

7. Ákvörðun um þóknun stjórnar

Fylgir nefndum Akureyrarbæjar.

8. Hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu

Stjórn samþykkti að hagnaður skyldi fluttur á næsta ár.

9. Önnur mál

Steinunn María tók til máls varðandi sameiningu framhaldsskólanna – kynnti bókun sem stjórn AFE samþykkti á stjórnarfundi. Stjórn AFE mótmælti því samráðsleysi sem viðhaft hefur verið í þessu máli.

Logi Már Einarsson formaður stjórnar Eyþings tók til máls, kynnti ályktun stjórnar Eyþings frá því fyrr um daginn.

Fundarstjóri sleit fundinum kl. 15.37.


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.