214. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

214. fundur stjórnar AFE

214. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

mánudaginn, 12. febrúar  2018 kl. 15.00

Fundarmenn:

Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson formaður, Steinunn María Sveinsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Silja Dögg Baldursdóttir (varamaður) og Eiríkur Haukur Hauksson (varamaður). Þórunn Sif og Bjarni Th. boðuðu forföll.

Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson,  Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)  

Formaður setti fundinn kl. 15.00

1.      Undirritun fundargerðar nr. 213

Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.

Hér eftir verða fundargerðir birtar eftir staðfestingu í tölvupósti.

Undirritun samþykkta frá því á aðalfundi 2017.

2.      Eyþing

Framkvæmdstjóri kynnti fundargerð Eyþings frá síðasta fundi og þá sérstaklega hvað viðkemur sóknaráætlun.

 3.      Nýr samningur við Byggðastofnun

Í janúar var undirritaður samningur við Byggðastofnun, framkvæmdastjóri fór stuttlega yfir samninginn.

 4.      Áætlað uppgjör 2017 og ársáætlun 2018

Uppgjör 2017, lítur vel út. Laun og launatengdgjöld hafa lækkað. Kostnaður lækkar eftir að AFE hætti útleigu húsnæðis 2016.

Áætlun 2018, rekstur verður með svipuðu sniði og líklegt að farið verði fram á hóflega hækkun framlaga á aðalfundi AFE í júní 2018.

 5.      Verkefni

Dagur Byggingariðnaðarins 14. apríl í samstarfi við Meistarafélag Byggingamanna á norðurlandi og Samtök Iðnaðarins.

Ferð til Noreg að heimsækja Akva future – niðurstaða stjórnar er að fulltrúi AFE færi í slíka ferð ef af verður.

Heimsókn Umhverfisráðherra; fundur á miðvikudaginn kl. 16 upp í Háskóla. Matthías  formaður AFE og Þröstur sem fulltrúi svæðisskipulags ásamt formanni Eyþings Guðmundi Baldvin mæta á þann fund.

Rætt var um heimsóknir AFE til sveitarfélaganna fyrir og eftir kosningar

 6.      Önnur mál

Önnur mál voru ekki rædd

 

Næsti fundur verður 19. mars kl. 15.


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.