212. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

212. fundur stjórnar AFE

212. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

mánudaginn, 23. október  2017 kl. 15.00

Fundarmenn:

Stjórnarmenn: Matthías Rögnvaldsson, Steinunn María Sveinsdóttir, Þórunn Sif Harðardóttir, Bjarni Th Bjarnason og Þröstur Friðfinnsson

Starfsmenn: Sigmundur Einar Ófeigsson, Baldvin Valdemarsson og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð)

 

Formaður setti fundinn kl. 15.00

 1.       Undirritun fundargerðar nr. 211

        Fundargerð síðasta fundar undirrituð án athugasemda.

2.       Kynning á fundargerð Eyþings

Farið var yfir fundargerð síðasta fundar (27.09) Eyþings, þá sérstaklega það sem snýr að Sóknaráætlun og áhersluverkefnum hennar.

3.       Verkefni AFE

Starfsfólk kynnti ferð á vegum Byggðastofnunar í maí næstkomandi til Kanada. Í ferðinni taka þátt öll atvinnuþróunarfélög á landinu.

Farið var yfir helstu verkefni félagsins: stöðu innviðagreiningar, þátttöku í Arctic Circle, Hlíðarfjalli, fiskeldi og þjónustu hóp aldraðra.

 4.       Raforkumál

AFE kynnti innviðaskýrslu Samtaka Iðnaðarins sem kynnt var í byrjun mánaðarins.

Mikill stuðningur við vinnu AFE í raforkuflutningum, áframhald verður á henni. Stjórn styður við starfsfólk í áframhaldandi  vinnu.

5.       Önnur mál

Uppbyggingarsjóður, vinna er í gangi við undirbúning rafræns umsóknareyðublaðs.

Formaður svæðisskipulagsnefndar Þröstur Friðfinnsson fór yfir starf nefndarinnar.

 

Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið 16.22

 

Næsti fundur 24. nóv. kl. 17.


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.