199. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

199. fundur stjórnar AFE

199. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

miðvikudaginn 31. ágúst 2016.

Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Unnar Jónsson formaður, Bjarni Th. Bjarnason, Snorri Finnlaugsson, Þórunn Sif Harðardóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

 Starfsmenn: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Baldvin Valdemarsson, Sigmundur Einar Ófeigsson og Elva Gunnlugsdóttir (ritaði fundargerð)

__________________________________________________________________________

Formaður setti fund kl. 16.30

1)      Húsaleigusamningur

Þorvaldur fór efnislega yfir leigusamning sem AFE gerði við Reiti um húsnæði í .

2)      Framkvæmdastjóraskipti

Formaður bauð Sigmund formlega velkominn til starfa.

3)      Verkefni vetrarins

AFE hefur verið í viðræðum við Íslenska Heilbrigðisklasann um flutning norður. Þorvaldur kynnti klasann og hvernig mögulegur flutningur gæti orðið.

Stjórn bókar eftirfarandi:

Stjórn veitir starfsmönnum skilyrta heimild til að ganga til samninga við Gekon um mögulegt kaupverð á klasanum.  

4)      Haustfundur

Árlegur Haustfundur félagsins verður í október eða nóvember.

Hugmynd um að fá fyrirlesara frá Highlands and Islands Enterprises (HIE) til að kynna hvernig byggðastefna í Skotlandi er rekin. Starfsfólki falið að kanna hvort og hvenær raunhæft væri að fá fyrirlesara HIE.

Erindi sveitarstjóra; gagnlegt væri að samræma upplýsingar til sveitarstjóra, hvað eigi að koma fram til að gera erindin hnitmiðaðri.

5)      Önnur mál

Áfangaskýrsla varðandi Hlíðarfjall: Þorvaldur sendi inn skýrsluna til Íþróttaráðs fyrr í mánuðnum sem fundar á morgun.

 Næstu fundir: 12. september, 10. október, 7. nóvember kl. 16.15.

                                      

Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið kl. 18.10


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

     |  
  Sími:  |  kt.
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.