196. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

196. fundur stjórnar AFE

196. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

fimmtudaginn 23. júní 2016 , Skipagötu 9

Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Þórunn Sif Harðardóttir, Unnar Jónsson (formaður), Snorri Finnlaugsson, Silja Dögg Baldursdóttir (varamaður) og Steinunn María Sveinsdóttir.

Starfsmenn AFE: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð).        

______________________________

Fundur settur kl. 15.15

1.       Skipun stjórnar

Formaður leggur til óbreytta verkaskiptingu innan stjórnarinnar. Unnar sem fulltrúi meirihluta Akureyrar hefur verið formaður stjórnar og Steinunn María varaformaður þar sem hún mun sitja allt kjörtímabilið.

2.       Ráðning framkvæmdastjóra

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra er til 30. júní. Stjórn mun funda fljótlega eftir það til að fara yfir umsóknir.

Starfsmönnum er falið að virkja heimasvæði stjórnar á heimasíðu AFE til að stjórnarmenn geti kynnt sér þær umsóknir sem berast.

3.       Önnur mál

AFE fékk umboð frá Akureyri í nóvember 2015 til að kanna möguleika í uppbyggingu í Hlíðarfjalli. Framkvæmdastjóri hefur unnið að þessu undanfarna mánuði og skilar skýrslu á næstu dögum til Akureyrarbæjar með helstu niðurstöðum.

 

Fleira var ekki rætt á fundinum, fundi slitið kl. 15.50.

Næsti fundur verður þriðjudaginn 5. júlí kl. 15.

 


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.