190. fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

190. fundur stjórnar AFE

Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Njáll Trausti Friðbertsson, Unnar Jónsson (formaður), Snorri Finnlaugsson, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Starfsmenn AFE: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Elva Gunnlaugsdóttir (ritaði fundargerð) og Baldvin Valdimarsson.           

________________________________________________

 1)      Afgreiðsla fundargerða

2)      Verkefnin framundan

3)      Rekstur 2015

4)      Framhaldsskólar

5)      Skoðun húsnæðis í KEA byggingu (sama hús og Eyþing, NMI, MN, AIR 66 eru í )

6)      Önnur mál

 Fundur settur kl. 11.10

1)      Afgreiðsla fundargerða

Stjórn samþykkti fundargerðir til birtingar á heimasíðu AFE

2)      Verkefnin framundan

  • Húsnæðismál AFE, losnað hefur húsnæði í sem er til skoðunar
  • Hlíðarfjall – sendinefnd á vegum XXXXX er væntanleg 18. Janúar til skrafs og ráðagerða og framtíðarmöguleika svæðisins og fjárhagslega uppbyggingu

 Kl. 11.30 Njáll mætti á fundinn

  • Húsnæðismarkaður í Fjallabyggð/Dalvík. Bilið milli markaðsverðs og fasteignaverðs helst ekki í hendur og orlofsíbúðir eru of margar (1/4 á Siglufirði). Kortleggja stöðuna, hvað er hægt að gera til að breyta henni.
  • Dysnes. Deiliskipulag verður klárt á næstunni í Hörgársveit.  Svæðið er fyrirhugað sem hafnarsvæði og athafna- og iðnaðarsvæði fyrir hafsækna starfsemi.

3)      Rekstur 2015

Reksturinn 2015 lítur mjög vel út og er töluvert umfram áætlanir.  Helst er að þakka miklu aðhaldi í rekstri, en jafnframt er verið að safna í sarpinn fyrir verkefni 2016.

4)      Framhaldsskólar á svæðinu:  Steinunn sat í starfshópi menntamálaráðherra um stöðu og framtíð framhaldsskólastarfs á norðaustursvæði og lauk hann störfum í desember sl.. Steinunn kynnti niðurstöður starfshópsins sem voru samhljóða en samkvæmt þeim munu framhaldsskólar á svæðinu eiga með sér víðtækt samstarf. Skýrslan verður kynnt ráðherra í næstu viku.

5)      Skoðun húsnæðis í KEA byggingu (sama hús og Eyþing, NMI, MN, AIR 66 eru í ). Húsnæði sem vel kemur til greina fyrir AFE.

 6)      Önnur mál voru ekki rædd

  Fundi slitið kl. 13.30


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.