180. Fundur stjórnar AFE

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar miðar að því að bæta samkeppnishæfni, búsetuskilyrði og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins. Þessum markmiðum hyggst félagið

180. Fundur stjórnar AFE

180. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,

Fimmtudaginn 16. apríl 2015, Skipagötu 9

 Fundarmenn:

Stjórnarmenn:  Eiríkur Haukur Hauksson, Njáll Trausti Friðbertsson, Unnar Jónsson og Steinunn María Sveinsdóttir

Starfsmenn AFE: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdimarsson            

Elva Gunnlaugsdóttir ritaði fundargerð

______________________________________________

Fundur var settur af Unnari kl. 11.40

Dagskrá:

1.       Umræða um félagið

Umræður um AFE og verkefni þess.             

2.       Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málefni Menntaskólans á Tröllasaga rædd.  Kostnaðarskipting og samvinna sveitarfélaga við Eyjafjörð rædd í þessu samhengi.

3.       Rekstur 2015 AFE og áfram

Reksturinn er í jafnvægi, starfsemin er sniðin af þeim peningum sem koma í hús.  Ljóst er að hægt væri að gera mun meira í rannsóknar- og gagnavinnu, auk rekstrar á fleiri klösum, en framlög sveitarfélaga bera ekki slíkt sem stendur.

4.       Hlíðarfjall

Framkvæmdastjóri ætlar að fá endurnýjaða heimild til forseta Bæjarstjórnar Akureyrarbæjar til að halda áfram með verkefnið eftir ákveðnum leiðum sem hafa sýnt sig eftir grunn rannsóknarvinnu vetrarins.

5.       Ársfundur AFE

Aðal- og ársfundur AFE verður í Laugaborg í Eyjafjarðasveit, kannað verður hvort miðvikudagurinn 20. maí kl. 15 henti.

6.       Annað

Húsnæðismál ? 12 mánuðir þar til AFE losnar úr núverandi leigusamningi.

_____________________________________________

Fundi slitið kl. 13.51


Svæði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

  æð  |  
  Sími:  |  Fax:
  Netfang: 

Fréttabréf

Skráður þig til að fá fréttabréf okkar sent í tölvupósti.